Þjónusta


Heildrænt nudd
 
Heildrænt nudd er óbundið að formum en ég get nefnt nokkur dæmi um hvernig það gæti verið unnið.

Heilldrænt nudd er til dæmis nuddað frá miðju og út, til að losa spennu úr líkamanum. Strokur eru yfir liðamót meðal annas til að losa um spennu sem safnast í liðamótum. Unnið frá þvi almenna til hins sérstaka, til þess að losa smá saman um dýpri vefjalög og til þess að mynda traust á milli nuddþega og nuddara sem er mjög nauðsynlegt til að öll vinna sé markviss og nái góðum árangri. Unnið með spennu eins og að hún sé leir og hendur og fætur séu útgönguleiðir fyrir spennu úr líkamanum. Þetta eru nokkrar hugmyndir um hvernig má vinna heildrænt nudd. Einnig er hægt að vinna heildrænt dýpra. Þá er farið inn á orkuflæði líkamans. Með þessu er verið að jafna orkuna í líkamanum. Þegar unnið er djúpt getur losnað um tilfinningar þá er mikilvægt að gott traust sé á milli nuddþega og nuddara.

Kemur inn á flest alla kvilla sem hrjá fólk.
 
til baka

 

 

Engjavegi 6, 104 Reykjavík,
bókanir í síma 8939244
nuddstofa@nuddstofa.is